Fréttir

Námskeiðin hefjast kl. 18:45, ekki 18:30

Skrifað: 18. ágúst 2016


Vinsamlegast athugið að námskeið okkar sem fara fram á Hilton Reykjavík Spa munu hefjast kl. 18:45 en ekki 18:30 eins og áður var auglýst. Við vonum að þetta komi ekki að sök og biðjumst afsökunar á þeim vandræðum sem þetta kann að valda.

Lesa meira...


Marina Prada heldur Lady style námskeið á þremur getustigum helgina 1.-4. september í SalsaIceland

Skrifað: 10. ágúst 2016Enn dettum við í lukkupottinn og bjóðum Marinu Prada velkomna til SalsaIceland. Í boði helgina 1.-4. september eru lady style tímar á þremur getustigum. Í lady style tímum gefst dömunum færi á að vinna í tækni og líkamsbeitingu til að krydda salsasporin sín lífi. Sumir kjósa að kalla Lady style það sem þarf til að "dansa salsasporin" í stað þess að "stíga salsasporin". Hér má sjá myndband af Marinu sýna nýjustu lady style rútínu sína sem er með flamenco ívafi.
Marina er meðal færustu salsadansara og salsakennara í heimi. Lærð og reynd ballerína og dansandi salsa frá blautu barnsbeini ...

Lesa meira...

Ókeypis upprifjunartími úr byrjendanámskeiði SalsaIceland sunnudaginn 4. september

Skrifað: 28. júlí 2016Langar þig að rifja upp sporin á byrjendanámskeiðinu, frítt?? Sunnudaginn 4. september bjóðum við öllum þeim sem komið hafa á byrjendanámskeið hjá okkur í salsa ókeypis tækifæri til að rifja upp sporin og gera sig tilbúin(n) til að slást í för á 2. stigs námskeið sem hefst 11.september Hér má sjá upplýsingar um það námskeið. Tíminn hefst kl. 16:45 í Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22. Óþarft er að skrá sig fyrirfram og félagi er óþarfur. Þessi tími er ætlaður þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiði hjá SalsaIceland, eða öðrum sambærilegum námskeiðum. Alla fimmtudaga fara hins vegar fram ókeypis prufutímar ...

Lesa meira...

Nýtt fyrirkomulag salsakvölda SalsaIceland - Á IÐNÓ!

Skrifað: 25. júlí 2016


Frá og með 4. ágúst mun SalsaIceland bjóða upp á salsakvöld alla fimmtudaga í Iðnó, Vonarstræti. Eins og frá upphafi danskvölda SI verður ávallt í boði ÓKEYPIS prufutími fyrir byrjendur, sem fá einnig ókeypis á danskvöldið fyrir að hafa sýnt hugrekki við að koma og prófa salsa. Fyrir aðra verður rukkað inn á danskvöldin sem hér segir:

Eitt stakt kvöld = 500 krónur (greitt með reiðuféi eða innlögn á staðnum).
10 skipta klippikort = 4500 krónur.
Annarkort (20 salsakvöld, frá 4. september - 15. desember, sem jafnframt er síðasta salsakvöldið fyrir jól) = 7600 krónur.
Annarkort sömu annar fylgir með í kaupum á byrjendanámskeiði ...

Lesa meira...

SalsaIceland kveður Klassíska Listdansskólann og gengur til liðs við Hilton Reykjavík Spa

Skrifað: 25. júlí 2016Eftir 2 góð ár í húsakynnum Klassíska Listdansskólans færir SalsaIceland sig nú um set og gengur til liðs við Hilton Reykjavík Spa þar sem við dönsum á parketgólfi. Samhliða flutningi verða smávægilegar breytingar á stundatöflu og námskeiðsframboð mun aukast frekar en skerðast. Tímasetning kennslustunda færist fram og verða á dagskrá kl. 18:30 á virkum kvöldum. Sunnudagstímarnir verða í Karatefélaginu Þórshamri á sama tíma og áður, þ.e.a.s. frá 16:45-19:15. Það er spennandi vetur framundan hjá SalsaIceland í nýjum og glæsilegum húsakynnum.

Lesa meira...