Fréttir

Salsakvöldið 20. október fer fram á Iðnó, Vonarstræti

Skrifað: 18. október 2016


Þessa vikuna fer vikulegt salsakvöld okkar fram fimmtudaginn 20. október á 1. hæð Iðnó, Vonarstræti. Að venju bjóðum við upp á ókeypis prufutíma kl. 19:30. Frá 20:30-23:30 dönsum við salsa og bachata. Frekari upplýsingar um gjaldskrá má sjá hér.

Lesa meira...


Ovidijus, Glóðvolgur brons verðlaunahafi af HM í bachata kemur og kennir hjá okkur!

Skrifað: 18. október 2016Ovidijus Miksys , nýbakaður bronsverðlaunahafi af Heimsmeistaramótinu í Bachata, kemur til Íslands og kennir bachata á tveimur getustigum, auk kizomba og salsa. Ovidius kennir í teyminu Salsa Kaunas í Litháen og er á hraðri leið upp stjörnuhimininn í dansinum og kennir/dansar næstum hverja helgi á hátíðum út um allan heim. Hann mun á næsta ári vera einn af meðlimum í dómarateyminu okkar á Midnight Sun Salsa hátíðinni. Við höldum danspartý á laugardagskvöldinu í Karatefélaginu Þórshamri, og dönsum við salsa, bachata og kizomba. Þar dönsum við einungis sokkum eða þar til gerðum dansskóm. Ýmist góðgæti er í boði en fulla dagskrá ...

Lesa meira...

Salsa Iceland sigraði Stargate sýningarkeppnina í Berlín

Skrifað: 6. október 2016


Íslenskur sigur í heimi salsadansara!
Sýningarteymi Salsa Iceland gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í Stargate sýningarkeppninni sem haldin er ár hvert á Berlin Salsaráðstefnunni. Ráðstefnan var í ár haldin í 16. sinn og er ár hvert sótt af hátt í 5000 manns. 12 lið frá 12 löndum voru í flokki keppenda.

Stargate sýningarkeppnin er keppni áhugamanna í salsadansi. Sigurvegararnir ávinna sér rétt til að sýna á aðalsýningarsviði kvöldsins á hátíðinni. Þangað keppast salsadansarar um allan heim við að komast, enda einn virtasti sýningarvettvangur í salsaheiminum. Það voru því stoltir íslenskir salsadansarar sem dönsuðu á einum ...

Lesa meira...

Annarkort á hálfvirði - enda er önnin hálfnuð!

Skrifað: 20. september 2016


Frá og með 7. október er hægt að kaupa Annarkort á salsakvöld á helmingsafslætti sem gildir út önnina - enda er haustönnin þá hálfnuð. Annarkortið er selt frá 7. október á 3800 krónur, og færir verð á stöku salsakvöldi úr 500kr niður í 380kr. Best er að leggja inn á SalsaIceland fyrir kortinu og senda rafræna kvittun á edda@salsaiceland.is. Þá verður nafn ykkar fært á annarkortalistann sem er viðhafður í miðasölu salsakvölda. Það gildir til og með salsakvöldi sem haldið er 17. desember og er jafnframt síðasta fimmtudags-salsakvöld ársins. Hér má lesa nánar um danskvöld SalsaIceland.

Lesa meira...

Tvö byrjendanámskeið í salsa á næstunni!

Skrifað: 5. september 2016


SalsaIceland býður upp á 2 byrjendanámskeið í salsa á næstunni. Markmiðið er að nemendur okkar séu tilbúnir á dansgólf salsakvöldanna okkar sem allra fyrst og geti fylgt/stýrt dansinum.

Byrjendanámskeið á sunnudagseftirmiðdögum kl. 16:45-18:00. hefst sunnnudaginn 11. september. Það er kennt 1x í viku, í klukkustund og korter í senn, og varir í 10 vikur. Allar upplýsingar og skráningu má nálgast hér, eða með því að senda póst á edda@salsaiceland.is.

Fyrir þá sem hentar betur að dansa á fimmtudagskvöldum hefst annað byrjendanámskeið þann 22. september. Það er kennt á fimmtudögum kl. 18:45-20:00 og varir ...

Lesa meira...