Fréttir

Ókeypis upprifjunartími úr byrjendanámskeiði SalsaIceland

Skrifað: 11. september 2017


Mánudaginn 25. september fer fram ókeypis upprifjunartími úr efni byrjendanámskeiðs SalsaIceland. Þessi tími er ætlaður þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiði og vilja koma sér í gírinn fyrir 2. stigið sem hefst viku síðar.
Tíminn er einnig hentugt tækifæri fyrir þá sem hafa dans- eða salsagrunn annars staðar frá, og eru að velta því fyrir sér hvort þeir ráði við að skella sér beint á 2. stigið hjá okkur. Þeir geta þá fengið einstaklingsbundna ráðgjöf frá reyndum SalsaIceland kennara um það á hvaða námskeið þeim hentar að skella sér.

Óþarft er að skrá sig fyrirfram eða að mæta með félaga. Tíminn fer fram mánudaginn 25. september kl. 19:15-20:15 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Óþarft er að skrá sig fyrirfram né að mæta með félaga.

Lesa meira...


Mambo on2 footwork tímar- stakir tímar á drop in formi

Skrifað: 28. ágúst 2017


Í haust mun áhugasömum nemendum um on2 mambo gefast færi á að kynnast þessum salsastíl í footwork tímum hjá Eddu Blöndal. Tímarnir verða á "dett-inn" formi, eða "drop-in" eins og það tíðkast að kalla það á ensku. Það þýðir að hvorki er krafist forskráningar né félaga - hægt er að "detta inn" og taka staka tíma. Því er skráning hér á heimasíðu ekki opin.

Þátttakendur skulu hafa einhvern dansgrunn eða lokið a.m.k. einu námskeiði á 3. stigi. Í tímunum mun Edda taka mið af getustigi þeirra sem mæta, og gefa þeim sem eru lengst komnir í hverjum tíma auka ...

Lesa meira...

Haustönn 2017 - kennsla hefst

Skrifað: 12. ágúst 2017


Hér fyrir neðan gefur að líta fyrri part vorannar 2017.

Lykildagsetningar eru þessar:

Byrjendanámskeið 2x í viku hefst 21. ágúst, skráning/upplýsingar hér.
Byrjendanámskeið 1x í viku á sunnudögum hefst 3.september, skráning á það hefst 22.ágúst (það má skrá sig fyrr með því að senda tölvupóst á edda@salsaiceland.is), upplýsingar hér.
2. stigs námskeið, 1x í viku á sunnudögum hefst 3. september, skráning/upplýsingar hér.
3A 8 skipta LA style námskeið hefst 21. ágúst, skráning/upplýsingar hér.
4D 8 skipta námskeið í kúbönsku salsa hefst 24. ágúst, skráning/upplýsingar hér.
Bachata fyrir byrjendur hefst 23. ágúst skráning ...

Lesa meira...

Nýtt námskeið í AfróKúbönskum dönsum með Ernesto Camilo

Skrifað: 12. ágúst 2017Á þessu námskeiði mun Ernesto Camilo kenna nokkra af þekktustu Orishas dönsunum, en það eru dansar sem kenndir eru við mismunandi karaktera eða guði í Yoruba trúnni. Hér má sjá skemmtilegt myndband af Camilo að dansa og kenna Orishas.

Dansarnir eru byggðir á svipuðum grunni og Afródansinn og eru dansaðir við ákveðna slagverksryþma sem oft eru notaðir í salsatónlist. Þannig er þetta dýpri þekking og skemmtileg viðbót sem grípa má í við salsadans.

Hér má sjá frekari upplýsingar um námskeiðið og skrá sig.

Lesa meira...

Kynningarmyndband

Skrifað: 1. ágúst 2017


Lesa meira...