Fréttir

Vilt þú gerast hluti af sjálfboðaliðateymi Midnight Sun Salsa - og eiga kost á því að vinna passa á Berlínarsalsacongressinn?

Skrifað: 24. mars 2017Eins og mörg ykkar hafa kannski orðið vör við, þá verður hér haldið í fyrsta sinn á Íslandi Salsa Congress í Maí á þessu ári. Congressið heitir Midnight Sun salsa og fer fram 25.-28. Maí. Við fáum góða gestakennara til landsins og hér verður haldið Norðurlandamótið í salsa/bachta.

Við erum vön að þurfa að leggja á okkur mikinn kostnað og ferðalög til að fara á congress erlendis þannig að enginn salsadansari á Íslandi ætti að láta þetta framhjá sér fara og við viljum sjá ykkur öll á dansgólfinu og í tímum í maí.

Til þess að þetta geti gengið upp, þurfum við öll að leggjast saman á eitt. Það er mikil vinna að halda svona congress og við getum ekki gert það án ykkar. Við leitum því eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Þó að það sé ekki nema 2 klst af tíma ykkar þá skiptir það sköpum fyrir okkur.

Við viljum taka það fram að allir muni þurfa að kaupa sér passa á congressið en við munum reyna eftir fremsta megni að niðurgreiða þann kostnað í samræmi við þá vinnu sem þið leggið fram. Allir kennarar og skipuleggjendur eru að gefa vinnuna sína í þetta verkefni en við höfum líka gaman að því að vinna saman að þessu og viljum gera þetta vel. 2 sjálfboðaliðar verða síðan dregnir út til að vinna full pass á Berlin salsa congress í Október á þessu ári.

Til okkar eru að koma erlendir dansarar/hópar og þeir sem hafa áhuga og aðstöðu á að hýsa keppnislið fá frían aðgang á congressið og tækifæri til að kynnast frábæru fólki.

Ef að einhver á orku / vöðva / sendibíl eða hefur aðgang að sendibíl þá má það endilega koma fram þar sem að við þurfum að koma með og setja ...

Lesa meira...


Seinni hluti vorannar 2017

Skrifað: 14. mars 2017


Hér fyrir neðan gefur að líta part vorannar 2017.

Lykildagsetningar eru þessar:

LatinMix með Javi hefst 27.mars, skráning/upplýsingar hér .
3C 8 skipta kúbanskt salsanámskeið hefst 21. mars, skráning/upplýsingar hér.
4B 8 skipta námskeið í salsa á línu hefst 22. mars, skráning/upplýsingar hér.
Bachata III fyrir lengra komna, hefst 23. mars, skráning/upplýsingar hér.
Lady style í salsa kennslustund með Eddu 23. mars, upplýsingar hér.
Lady style í kizomba kennslustund með Anais 30. mars, upplýsingar hér.
Þriggja skipta örnámskeið fyrir byrjendur í salsa hefst 10. apríl, upplýsingar og skráning hér.
Grunnkennsla í on2 salsa með Mike og ...

Lesa meira...

Frír prufutími á danskvöldi vikunnar á Iðnó, miðvikudaginn 15. mars kl. 19:30

Skrifað: 9. janúar 2017


Við bjóðum öllum byrjendum upp á ókeypis prufutíma í salsa alla miðvikudaga kl. 19:30 á salsakvöldunum okkar. Næsta kvöld fer fram 15. mars á Iðnó.Eftir tímann er danskvöld frá 20:30-23:30 gegn vægu gjaldi, sjá upplýsingar hér. Byrjendur í prufutímanum eru undanskildir gjaldinu. Sjáumst hress!

Lesa meira...

Javi Valino býður upp á Latin Mix námskeið hjá SalsaIceland

Skrifað: 8. janúar 2017Javi er margfaldur íslandsmeistari í Latin samkvæmisdönsum og frábær kennari. Hann hefur um árabil verið í teymi bakgrunnsdara Páls Óskars og tekið þátt í ótalmörgum stærri sýningum í skemmtanaflóru Íslendinga eins og Ísland got talent ofl. Það er okkur sönn ánægja hjá SalsaIceland að bjóða upp á námskeið með þessum vini okkar, sem heldur þar að auki latin kvöld með okkur inn á milli á Austur.

Á námskeiðinu verður farið í Latin Rhythms og dansa eins og Samba og Chachacha ásamt fleiri dönsum. Námskeiðið er fyrir alla og er einstaklingsnámskeið.Blandað verður saman danstækni og movement í Latin dönsum og ...

Lesa meira...

Komandi námskeið!

Skrifað: 27. desember 2016


Hér fyrir neðan gefur að líta fyrri part vorannar 2017.

Lykildagsetningar eru þessar:

Byrjendanámskeið 2x í viku hefst 23. janúar, skráning/upplýsingar hér.
Byrjendanámskeið 1x í viku á sunnudögum hefst 5. febrúar, skráning á það hefst 24. janúar (það má skrá sig fyrr með því að senda tölvupóst á edda@salsaiceland.is), upplýsingar hér.
2. stigs námskeið, 1x í viku á sunnudögum hefst 5. febrúar, skráning/upplýsingar hér.
3B 8 skipta LA style námskeið hefst 24. janúar, skráning/upplýsingar hér.
4C 8 skipta námskeið í kúbönsku salsa hefst 24. janúar, skráning/upplýsingar hér.
Bachata fyrir byrjendur hefst 23. janúar, skráning ...

Lesa meira...