Fréttir

Frír prufutími á danskvöldi vikunnar á Iðnó, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:30

Skrifað: 9. janúar 2017


Við bjóðum öllum byrjendum upp á ókeypis prufutíma í salsa alla miðvikudaga kl. 19:30 á salsakvöldunum okkar. Næsta kvöld fer fram 15. febrúar á Iðnó. Eftir tímann er danskvöld frá 20:30-23:30 gegn vægu gjaldi, sjá upplýsingar hér. Byrjendur í prufutímanum eru undanskildir gjaldinu. Sjáumst hress!

Lesa meira...


Komandi námskeið!

Skrifað: 27. desember 2016


Hér fyrir neðan gefur að líta fyrri part vorannar 2017.

Lykildagsetningar eru þessar:

Byrjendanámskeið 2x í viku hefst 23. janúar, skráning/upplýsingar hér.
Byrjendanámskeið 1x í viku á sunnudögum hefst 5. febrúar, skráning á það hefst 24. janúar (það má skrá sig fyrr með því að senda tölvupóst á edda@salsaiceland.is), upplýsingar hér.
2. stigs námskeið, 1x í viku á sunnudögum hefst 5. febrúar, skráning/upplýsingar hér.
3B 8 skipta LA style námskeið hefst 24. janúar, skráning/upplýsingar hér.
4C 8 skipta námskeið í kúbönsku salsa hefst 24. janúar, skráning/upplýsingar hér.
Bachata fyrir byrjendur hefst 23. janúar, skráning ...

Lesa meira...

Ókeypis upprifjunartími úr byrjendanámskeiði SalsaIceland sunnudaginn 29. janúar

Skrifað: 27. desember 2016Langar þig að rifja upp sporin á byrjendanámskeiðinu, frítt?? Sunnudaginn 29. janúar bjóðum við öllum þeim sem komið hafa á byrjendanámskeið hjá okkur í salsa ókeypis tækifæri til að rifja upp sporin og gera sig tilbúin(n) til að slást í för á 2. stigs námskeið sem hefst 5.febrúar. Hér má sjá upplýsingar um það námskeið. Tíminn hefst kl. 16:45 í Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22. Óþarft er að skrá sig fyrirfram og félagi er óþarfur. Þessi tími er ætlaður þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiði hjá SalsaIceland, eða öðrum sambærilegum námskeiðum. Alla miðvikudaga fara hins vegar fram ókeypis prufutímar ...

Lesa meira...

Vikuleg danskvöld SalsaIceland munu þessa önnina fara fram á miðvikudögum í stórglæsilegum húsakynnum Iðnó

Skrifað: 28. nóvember 2016


Vikuleg danskvöld SalsaIceland munu þessa önnina fara fram í Iðnó á miðvikudögum. Eins og venjulega bjóðum við upp á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30 og hvetjum alla áhugasama til að nýta sér gott tækifæri til að komast að því hvað það er sem gerir salsa með vinsælustu "social dönsum" heims. Hvorki forskráningar né félaga er krafist og tíminn er ætlaður algerum byrjendum. Milli 20:30 og 23:30 er gólfið laust fyrir ferska fætur til kl. 23:30, gegn vægu gjaldi (fyrir aðra en byrjendur í prufutímanum sem fá kvöldið frítt). Frekari upplýsingar um gjaldskrá má sjá hér ...

Lesa meira...

Ibirocay Regueira kennir helgarnámskeið í alls konar!

Skrifað: 24. nóvember 2016Ibirocay Regueira er nemendum SalsaIceland góðkunnur enda einn vinsælasti gestakennari okkar frá upphafi. Fjölda mörg verðlaun í salsa, bachata og west coast swing er á afrekalistanum hans, en það sem okkur þykir best við hann er hversu skemmtilegur og góður kennari hann er, og hversu vel hann getur komið listinni bak við skemmtilegan sósíal dans frá sér.
Á matseðlinum er þetta helst:2 kennslustundir fyrir 1. og 2. getustig í salsa - sjá hér.

3 kennslustundir fyrir 3. og 4. getustig í salsa , sjá hér

1 kennlustund fyrir 5. og 6. getustig í salsa sjá hér .

1 kennlustund í Rueda de ...

Lesa meira...