Home

Um okkur

Salsa Iceland er dansskóli og félag áhugafólks um salsa sem hefur verið með Íslendingum síðan 1993.

Salsa Iceland sérhæfir sig í fagmannlegri kennslu með það að markmiði að kynna töfra salsa – ásamt því að næra sálina með gleði, frábærum félagsskap og vellíðan.

Salsa Iceland námsskráin er þróuð með afburða hæfileikaríkum danskennurum á heimsmælikvarða í þeim tilgangi að veita nemendum einstaka upplifun á salsaferðalagi sínu.

Við hjá Salsa Iceland elskum að dansa og leggjum mikið upp úr gildum okkar sem eru gleði, vellíðan faglegheit og árangur. Þau eru höfð að leiðarljósi í öllu okkar starfi.