Home

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hvar er Salsa Iceland til húsa?

Öll námskeið Salsa Iceland fara fram í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, eða Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 22.

 

Danskvöldin okkar fara langoftast fram á Iðnó, og í undantekningartilfellum á B5, Bankastræti 5. Best er að athuga staðsetninguna á viðburði okkar um danskvöldið sem má alltaf finna á fésbókarsíðu okkar, og hér á heimasíðunni.

Hvar kemst ég í ókeypis prufutíma?

Við hefjum öll okkar danskvöld á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur. Hér sérðu upplýsingar um næsta ókeypis prufutíma.

Þarf ég að hafa félaga til að skrá mig á námskeið SalsaIceland?

Á byrjenda- og 2. Stigs námskeið þarf ekki að hafa félaga til að skrá sig á námskeið. Við höfum hóp af aðstoðarmönnum og -konum sem við njótum aðstoðar frá við að jafna kynjahlutföllin á námskeiðum okkar. Á námskeiðum okkar er róterað, sem er besta leiðin til að læra stýra/fylgjatækni. Þeir sem vilja dansa einungis við sinn félaga fá auðvitað frelsi til þess, þó við mælum síður með því. Þau sem skrá sig í pari fá auk þess afslátt á námskeiðið, svo það getur borgað sig að finna sér félaga.Flestir koma á byrjendanámskeið hjá Salsa Iceland án félaga og án nokkurrar dansreynslu.

Á 3.-5. Stigi beinum við því til nemenda okkar að nota nemendasíður SI á fésbók til að auglýsa eftir félaga til að skrá sig með, einfaldlega til að aðstoða okkur við að jafna kynjahlutföllin. Eftir því sem námskeiðin eru á hærra getustigi reynist okkur erfiðara að jafna kynjahlutföllin með aðstoðarfólki og getum því ekki ábyrgst að allir stakir aðilar sem skrá sig komist að. Þannig er öruggast að skrá sig með félaga til að tryggja sér pláss. Að þessu sögðu viljum við taka fram að það er í undantekningartilfellum sem við neyðumst til að vísa nemendum frá – það á því alltaf að skrá sig, þó félagann vanti.

Ég er með salsagrunn – eða grunn í öðrum dönsum – á ég að fara á byrjendanámskeið?

Einfalda svarið er “nei”. Við viljum auðvitað að allir aðilar fari á námskeið sem er á réttu getustigi fyrir þá. Aðalatriðið er að nemendur á 2. Stigi séu með grunn í að stýra eða fylgja enchuflafléttum úr “afturábak afturábak” grunnspori. Meginefni byrjendanámskeiðs SalsaIceland er stýra og fylgjatækni í þessum fléttum, auk sporanna auðvitað. Þetta er það sem lengra komnu námskeiðin byggja á. Við mælum einna helst með því að þeir sem leita að rétta námskeiðinu fyrir sig komi í einkatíma til að fá einstaklingsbundið mat og kennslu í því sem upp á vantar til að þeir geti dýft sér í námskeið fyrir lengra komna aðila.

Annað mál er svo að æfingin skapar meistarann. Við mælum því sjaldnast með því að hoppa yfir getustig, dansfærnin fæst með mikilli endurtekningu, æfingu, fínslípun og leiðsögn sem fæst best á námskeiðum.

Hvar fæ ég svona flottan SalsaIceland bol?

Salsa Iceland gefur reglulega út nýja boli sem eru seldir á Salsa Iceland námskeiðum. Hafðu bara samband á salsaiceland@salsaiceland.is ef þig langar í bol. Einnig hafi sumir farið þá leið að láta merkja klæðnað sem þeim hentar – í þeim tilfellum borgar SalsaIceland merkinguna! Hafðu bara samband og við græjum.

Á hvaða getustigi er ég?

Komdu bara í einkatíma og fáðu úr því skorið. Þú bókar með þvi að senda póst á salsaiceland@salsaiceland.is. Það er líka sniðugt að koma á danskvöldið og prófa þar, í ókeypis prufutíma fyrir byrjendur, eða á sjálft danskvöldið.

Hvað er þetta lady og men's styling, - þarf ég að læra það?

Ladies’s styling og men style era danstímar fyrir einstaklinga sem vilja bæta “kryddi við hreyfingarnar í pardansinum, og setja sinn stíl á það hvernig þau dansa salsa. Það fjallar ekki um það að líta betur út, heldur að hafa meira gaman í dansinum.

Ég er búin(n) með það námskeið sem er í boði á mínu getustigi hjá Salsa Iceland núna. Hvernig held ég áfram að dansa?

Þú skráir sig aftur á námskeiðið, þó þú hafir lokið því áður. Námsefnið er dansfærni, ekki flétturnar sjálfar. Óumflýjanlegt er að þú öðlist meiri dansfærni á að endurtaka námskeiðið, fá tækifæri til að fínpússa smáatriði, tilfinningu, fótavinnu, snúningstækni, tengingu við félaga ofl ofl.  Þetta er langbesta leiðin til að ná framförum í dansi og eitthvað sem við mælum sterklega með fyrir alla nemendur okkar, sérstaklega þegar komið er upp á 3.-5 stig þar sem erfiðleikastigið er stigvaxandi.

Mig langar að gerast svona aðstoðarmaður/kona hjá SalsaIceland, við að jafna kynjahlutföll. Hvernig geri ég það?

Meginreglan er sú að aðstoðarfólk á námskeiðum sé algerlega fullnuma í því efni og getustigi sem farið er í á námskeiðinu. Þau séu þannig hrein “búbót” á námskeiðið og auki gæðastuðulinn á því.  Þeim aðilum sem skv. Gagnagrunni okkar hafa lokið viðkomandi getustigi a.m.k. einu sinni (og oftast oftar) er því boðið að aðstoða á námskeiðinu, vanti okkur aðstoð á því. Þér er líka velkomið að senda okkur tölvupóst og bjóða fram aðstoð þína.

Þarf ég að fara í svona footwork tíma?

Footwork, eða “fótafimi” er undirstaða þess að vel gangi að dansa flétturnar. Svo einfalda svarið er “já”. Á námskeiðum hjá SalsaIceland er fótavinna í allri upphitun og flestum kennslustundum. Svo höldum við auk þess sér Fótavinnutíma sem við mælum með fyrir alla nemendur til að auka dansfærni sína.

þarf ég að klára 3. Stigið áður en ég fer upp á 4. Stigið?

Við mælum aldrei með því að hoppa yfir námskeið. Efni hvers námskeiðs er dansfærni sem við kennum með því að dansa saman fléttur og kenna tæknina við að framkvæma þær. Á milli stiga hjá SI er þónokkur erfiðleikamunur. Gert er ráð fyrir að nemendur á hverju stigi hafi öðlast ákveðna dansfærni á stiginu á undan. Að þessu sögðu er mikill munur á bakgrunni og reynslu nemenda, og hversu fljótt þau læra. Þannig gæti verið sniðugt fyrir þig sem ert að velta þessu fyrir þér að koma í einkatíma og fá einstaklingsbundið mat á það hvort þú eigir betur heima á stiginu fyrir ofan. Svo er auðvitað sniðugt fyrir þig að skoða uppbyggingu námsbrautar okkar hér.