Home

Danskvöld og viðburðir

Þungamiðjan í starfsemi SalsaIceland eru danskvöldin okkar, sem eru hugsuð sem æfingatækifæri fyrir nemendur SalsaIceland, og vettvang til að kynnast öllum hinum sem eru að dansa salsa.

Byrjendum er að venju boðið í ókeypis prufutíma í upphafi danskvölda okkar, og svo dunar dansinn framundir miðnætti.

Við hvetjum alla dansáhugasama til að líta við, hvort heldur sem er til að dansa eða spjalla. Það þarf alls ekki að hafa félaga til að mæta (fæstir hafa félagann), né nokkra dansreynslu.
Kvöldin okkar eru rómuð fyrir afslappað og þægilegt andrúmsloft og við tökum sérstaklega vel á móti byrjendum. Við hvetjum þig til að skilja feimnina við að bjóða upp eftir heima:- í salsasamfélaginu er hefð fyrir því að allir dansi við alla og bjóði upp.

Gjaldskrá – athugið að byrjendur í prufutíma fá ókeypis aðgang að prufutímanum og danskvöldinu, gjaldskráin er fyrir aðra:

Stakt kvöld: 1000kr.
10 skipta klippkort: 6000kr (5000 kr. fyrir þátttakendur á námskeiði SI þegar kort er keypt).

Gjaldskráin okkar á bara við þegar við leigjum húsnæðið undir danskvöldið. Aðgangseyrir er enginn ef leigan er engin – og þá mælum við með því að gestir versli lítið eitt við gestgjafana í þakklætisskyni fyrir hýsinguna.

Sjáumst!

 

Danskvöld og viðburðir næstu 4 vikur: