Home

Hvað er Salsa?

Hvað er Salsa?

Hvaðan kemur dansinn og tónlistin?

 

Rætur og arfleifð salsadansins í nútímamynd má rekja til Kúbu. Þar mættust þjóðdansar flóttamanna frá Haiti, rhumbudansar afríkanskra þræla, og DanSón, eins þjóðdansa Kúbubúa. Þegar tónlistarmenn fóru að streyma frá Kúbu á 6. áratugnum dreifðust áhrif þeirra í tónlistarstefnu og dansi til beggja “Ameríkanna” – sér í lagi til New York þar sem mikið var um Puerto Rico búa.

 

Tengt byltingunni á Kúbu 1959 hvarf stór hluti kúbanskra tónlistarmanna til heimahaga og skildu eftir sig tónlistararfleifð sína og ákveðið tóm í músíksenunni. Á komandi árum rann tónlist þeirra saman við jazz og funk. Það er þessi sósa af tónlistarstílum sem er ástæða salsa nafnsins. Útgáfufyrirtækið Fania Records var stofnað 1968 og var ætlað að sjá til þess að dreifa, varðveita og gefa út tónlist af latin uppruna. Þeir ákváðu að orðið “salsa” (sósa) væri við hæfi vegna samsuðu mismunandi stíla í músíkinni.

 

Með tónlistinni þróaðist dansinn, og má því finna áhrifavalda frá Afríku, Kúbu, Haiti, Puerto Rico og fleiri landa í salsadansinum sem hefur þróast á í nokkrar ólíkar, samt líkar, greinar salsa-“trésins”.

 

Í Salsa Iceland kennum við eftirfarandi stíla af salsa:

Klassískt salsa, – úr “afturábak afturábak” grunnspori (1. Og 2. Stig).

Kúbanskt salsa (úr casino grunnspori, kennt á c) og d) hlutum 3.-5. Stigs. Rueda de Casino, hringdans, er hluti af kúbönsku salsa og er kennt hjá Salsa Iceland.

Salsa á línu (úr “fram og tillbaka” grunnspori, kennt á a) og b) hlutum 3.-5. stigs.

Auk þess er kennt Salsa “on2”, eða Mambo, Salsa Footwork, ChaChaCha og Son á styttri námskeiðum eða einstaka tímum.

 

Tónlistin

Hér eru nokkur nöfn á tónlistarmönnum / hljómsveitum úr salsaheiminum sem SalsaIceland mælir með:

 

Ibrahim Ferrer er hluti af Buena Vista Social Club hópnum frá Kúbu, en í raun mælum við öllum þeim tónlistarmönnum sem koma úr þessum hóp, eins og Compay Segundo ofl.
Oscar D‘León, fæddur 1943 í Venezuela, stundum kallaður „El sonero del mundo“ eða „the improvisor of the world“ vegna fjölhæfi hans við tónlistarflutning.
Fania All Stars hópurinn var stofnaður árið 1968 af útgáfufyrirtækinu Fania Records.
Meðal tónlistarmanna Fania All Stars hópsins var Celia Cruz – „la reina de salsa“ eða drottning salsans. Hún er Kúbönsk þjóðhetja sem vann til fjölda grammyverðlauna og ruddi brautina fyrir komandi kynslóð í tónlist.
Fleiri Fania All Stars tónlistarmenn voru Willie Colón,Eddie Palmieri,Ruben Blades, Tito Puente, Larry Harlow, Ray Barretto, Rubén Blades, Hector Lavoe, og margir fleiri.

 

Til gamans má geta að kvikmyndin El Cantante er byggð á ævi Hector Lavoe, sem Marc Anthony og spúsa hans, Jennifer Lopez framleiddu og léku í árið 2007. Allir þessir tónlistarmenn eru tíðir gestir á playlistum salsakvölda SalsaIceland.

 

Ofantaldir tónlistarmenn tilheyra eldri kynslóð salsatónlistarinnar og teljast „klassíkerar“ hennar. Þeir hafa rutt brautina fyrir þessa, yngri tónlistarmenn salsaheimsins sem við mælum með:

 

Marc Anthony – fæddist í New York 1968 og er ættaður frá Puerto Rico. Hann er sá núlifandi salsatónlistarmaður sem á mestri velgengni að fagna og hefur unnið til fjölda Grammy og Latin Grammy tónlistarverðlauna.
Alexander Abreu y su Havana d’ Primera.

 

Þau langbestu í kúbanskri tónlist í dag – að okkar mati. Hljómsveiting er leidd og stýrt af Aleander Abreu, jazztrompetleikara og skartar skemmtilegri blöndu af jazzi og timba – sem er það sem salsatónlistin er kölluð á Kúbu.

 

Los Van Van er kúbönsk hljómsveit, upphaflega stofnuð árið 1969. Hún er enn starfandi í dag. Hún hefur reynst mörgum salsatónlistarmanninum góður skóli og státar mörgum þekktum gestasöngvurum gegnum tíðina.

 

Isaac Delgado – maðurinn með silkiröddina, kúbanskur og rómantískur. Ein af verðandi klassísku rueda fléttunum er einmitt kennd við dansstíl þessa söngvara: „enchufla con Isaac“.

 

La India – prinsessa salsans. Oft er rætt um þessa stúlku sem arftaka Celiu Cruz, en rödd hennar þykir sjálfstætt hljóðfæri út af fyrir sig.
Orishas – skemmtileg blanda af hip hop-i og kúbanskri tónlist.