Home Námskeið

Drop-in tímar

Nafnið “Drop in” tímar vísar til þess að hægt er að “detta inn” í tímann án þess að skrá sig fyrirfram. SalsaIceland býður reglulega upp á nokkrar tegundir drop in tíma, og þá má alltaf finna hér.

Efst á blaði eru auðvitað vikulegu, ókeypis prufutímarnir fyrir byrjendur, sem eru alltaf í upphafi salsakvöldanna okkar.

Auk þess bjóðum við footwork tíma, body movement, chachacha, lady style, men style ofl. Drop in tímarnir eru skemmtileg og sniðug viðbót við þau námskeið sem mynda námsbraut SalsaIceland. Þau námskeið eru í 6 getustigum, og þau má sjá hér.

 

Tegundir algengustu drop in tímanna okkar:

Footwork / body movement: Unisex tímar þar sem farið er í æfingar og stuttar fótafimi rútínur með snúningum og styling. Sólódans, þ.e.a.s. ekki parfléttur.

ChaChaCha: Unisex tímar þar sem dansað er footwork í chachacha takti sem er stórskemmtileg viðbót við salsað. ChaChaCha tónlistin ómar oft á danskvöldum, og takturinn blandast vel við salsasporin. Sólódans, þ.e.a.s. ekki parfléttur, nema það sé tekið fram.

Lady / Men style tímar: Kynbundnir tímar þar sem unnið er með að krydda salsasporin með stíl, húmor og þokka. Skemmtilegir „Feel good“ tímar þar sem lögð er áhersla á að allir njóti sín og gleðin fái að leika lausum hala. Sólódans.