Home Námskeið

Uppbygging námsbrautar

Námsbraut okkar felur í sér námskeið á 6 getustigum.

1. og 2. Stigið eru 10 skipta námskeið.

Námskeiðin á 3.-6. Getustigi eru fjögur á hverju stigi og telja sjö skipti hvert. Þau heita 3a, 3b, o.s.frv, og 4a, 4b o.s.frv. Þar skiptir ekki máli að námskeiðin séu tekin í stafrófsröð, en við mælum sterklega með því að öll fjögur námskeiðin á hverju stigi séu kláruð áður en farið er upp um stig.

Það er þónokkur getustigsmunur milli stiga og gert ráð fyrir því að þátttakendur hafi dansfærni og kunnáttu sem fæst með þátttöku í námsbraut SalsaIceland frá grunni.

Nemendur sem koma úr öðrum stílum eða salsaskólum koma oftast í einkatíma og fá einstaklingsbundna ráðgjöf um það á hvaða námskeiði hjá SalsaIceland þeir eiga heima.

Hér má sjá einfalda mynd af námskeiðsuppbyggingu okkar.