Home

Reynslusögur

I spent fall 2017 in Reykjavik training with Edda as a salsa on one leader. Her deep knowledge of the dance and instruction specifically tailored to me taught me more in five months than I had learned in the previous five years.

Edda’s immediate identification of and focus on what I needed to level up as a dancer showed an intuitive ability to teach to the student, rather than being married to a curriculum.

An excellent dancer, a great instructor, and a warm person: all you could ask for in a dance teacher.

David A. Carrillo

Þegar ég var unglingur og ung kona langaði mig alltaf til að læra samkvæmisdans, en hafði ekki tíma og tækifæri til þess. Þegar ég var komin hátt á fimmtugsaldurinn, skellti ég mér á námskeið hjá salsaiceland og þar gat ég látið dansdrauminn rætast að nokkru leyti.

SalsaIceland hefur yfir að ráða miklu úrvali frábærra danskennara sem eru líka mikið hugsjónafólk. Hef ég verið á námskeiðum nær samfellt á hverju ári síðan ég fór á fyrsta námskeiðið og komst að því að því að því meiri færni sem maður nær því meiri ánægju hefur maður af þessu.

Ég mæli að sjálfsögðu með salsakvöldunum, því þar hefur maður tækifæri til að njóta þess að dansa og fá góða þjálfun í leiðinni. Það er allt skemmtilegt við þetta, ekki bara dansinn sem slíkur heldur líka tónlistin og félagsskapurinn 😊

Hólmfríður

Að dansa er gaman. Ég hef alltaf hreyft mig mikið og stundað íþróttir, en þetta er fyrsta áhugamálið sem ég stunda þar sem maður ``vinnur`` einfaldlega með því að hafa gaman saman. Hef alltaf elskað að dansa á djamminu en samt aldrei gert meira í málinu. Það var ekki fyrr en að ég fór í prufutíma hjá Salsa Iceland, að ég áttaði mig á hvað ég var búinn að vera að missa af. Þvílik gleði, góður félagsskapur og fjör á námskeiðum og danskvöldum - leitun að öðru eins! Ég er hooked. Villtu dansa?

Henning Sörensen

Ég var búin að hugsa það í tvö ár að það gæti verið gaman að læra salsa en dreif mig ekki fyrr en nú og varð sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.

Fór á byrjendanámskeið hjá Katrínu og Ásgeiri og var fljót að skrá mig á 2. stig. Mæli með þessu fyrir alla sem hafa gaman af lífinu.

Tónlist sem veitir gleði og hreyfing sem er örugglega góð fyrir kroppinn. Takk fyrir mig, ég á eftir að halda áfram 😊

Frábærir kennarar og svo má ekki gleyma salsakvöldum fyrir þá sem vilja dansa meira.

Berglind Norðdahl

. Lady style tímarnir hjá Eddu einkennast af góðum tæknilegum æfingum fyrir allan líkamann og stuði!

Edda er nákvæmur og góður kennari sem kennir á lifandi hátt og gaf okkur kynningu á ýmsum handa, mjaðma, axla og fótahreyfingum ásamt snúningum. Við lærðum skemmtilegar rútínur og tónlistin er frábær.

Hreyfingarnar henta öllum og eru endurteknar nógu oft og það besta er að þær koma sjálfkrafa þegar farið er að dansa social eftir þetta námskeið.

Farið er í margar útfærslur svo það er úr nógu að velja til að krydda dansinn eins og þér hentar.

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir allar salsastelpur – brosti hringinn eftir hvern tíma.

Gerður Steinars

Ég hef ekki æft neinn dans áður en ég byrjaði að dansa salsa nema þegar ég var 5 ára, þá fékk maður alltaf límmiða í lok danstímans ef maður stóð sig vel og lærði eitthvað nýtt. Það er ekki þannig hjá Salsa Iceland - í staðinn fer ég út eftir hvern tíma með risa bros, smá meira sjálfstraust og pínu vott af egó boozti.

Mér finnst bara kjánalegt að dilla sér með hendurnar upp í loftinu í miðbænum um helgar. Mér hefur einhvern veginn fundist það eðlilegra að fara á salsa kvöld hjá Salsa Iceland, þar hef ég líka kynnst nýju fólki, eignast kunningja og í raun og veru dansað sem ég hef ekkert verið mikið fyrir, en það er kannski út af því ég hef aldrei lært nein spor.

Núna þegar ég fer erlendis þá reyni ég alltaf að leita uppi salsa klúbba og þegar ég fór til spánar í sumar 2019 þá fékk ég að vera með í danstíma í salsa skóla. Sem er brilliant, mæli hiklaust með því.

Kennararnir eru mjög þolinmóðir og ótrúlega flinkir. Ég hlakka til í janúar því þá hefst næsta lota.

Ég var spurður um daginn hvað ég vildi í jólajöf og ég var fljótur að svara, salsa tíma eða salsa skó.

Eyþór Arnar Ingvarsson

Ég bara verð að segja að 5. Stigs námskeiðið með Hönnu og Óla var æðislegt í alla staða,

Rútínurnar mjög skemmtilegar og mjög gott kennsla í snúningatækni og musicality, bara takk takk takk

Ef það verður haldið aftur þá mun ég skrá mig aftur, þó það væri sama efni kennt 😊

Knús

Íris Fjóla

Gleðin við að dansa salsa er ólýsanleg.

Ég get sagt að byrjendanámskeiðið í salsa var það besta sem ég hef upplifað lengi og ég mun 100% halda áfram.

Ég er algerlega komin með salsaæði! Frábærir kennarar, æðislegt fólk og endalaus dansgleði – líka á danskvöldum!

Kerstin María

Ég vil segja að ég er svo glöð að hafa loksins þorað að koma á námskeið hjá ykkur því þetta er svo skemmtilegt.

Mér finnst þið fagleg, skemmtileg og félagsskapurinn frábær.

Og kennararnir mjög góðir. Og það sem gerir auðvitað útslagið eru opnu vikulegu danskvoldin

Signý Gyða