SalsaIceland býður námskeið á haustönn annars vegar (ágúst-desember) og vorönn hins vegar (janúar-maí). Á hverri önn er boðið upp á a.m.k. 2 byrjendanámskeið, 1-2 stk. 2. Stigs námskeiða, örnámskeið fyrir byrjendur, og 2 námskeið á 3.,-6. Stigi, eftir því sem þátttökufjöldi leyfir. Hugmyndin með þessu kerfi er að gefa nemendum okkar færi á að detta inn á námskeið oft á ári, enda erum við alltaf að vinna í að stækka danssamfélagið okkar. Auk þessarar föstu þungamiðju í starfsemi bjóðum við fjöldann allan af öðrum námskeiðum eins og chachacha, sýningarkúrsa, og örnámskeiðum á hærri getustigum, Rueda de Casino, Kúbanska rumbu ofl. Að ógleymdum drop in tímunum, en umfjöllun um þá má sjá hér.
► Hægt er að taka sér pásu hvenær sem er og hoppa svo aftur inn síðar.
► Ekki skiptir máli í hvaða röð A, B, C og D námskeiðin á 3.-6. stigi eru tekin en klára þarf öll námskeið á hverju stigi áður en farið er upp á næsta stig.
► Hægt er að skrá sig stakur eða í pörum á öll námskeið. Á 1. og 2. stigi er veittur afsláttur ef skráning er í pörum.
► Þó félagi sé ekki skilyrði fyrir skráningu á 3.-6. stigi er best að skrá sig með félaga til að gulltryggja sér pláss á námskeiðinu. Við mælum með að nemendur nýti sér námskeiðssíður SalsaIceland á Fésbók til að auglýsa eftir félaga. Þeir sem skrá sig stakir á 3.-6. stig fá sæti á biðlista og það er aðeins í undantekningartilfellum sem við neyðumst til að loka á skráningar, enda búum við að stórum hópi aðstoðarmanna til að jafna kynjahlutföllin.
► Á öllum námskeiðum dansa allir við alla óháð því hvort skránig er í pörum eða ekki (nema annars sé sérstaklega óskað).
► Ath. að byrjendanámskeið og 2.stigs námskeið eru í boði bæði á haust og vorönn.